Innlent

Landgræðsla hluti nýrra þróunarmarkmiða

Landgræðsla verður hluti nýrra þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og voru þau málefni rædd á morgunverðarfundi hóps 23 ríkja sem Ísland og Namibía stofnuðu á síðasta ári um landgræðslu mál hjá Sameinuðu þjóðunum.

„Það er mikilvægt að landgræðslumál fái aukinn sess í þróunarstarfi til þess að koma í veg fyrir afleidd vandamál á borð við matvælaskort, meiriháttar fólksflutninga og átök sem geta orðið vegna landeyðingar og þurrks,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson á fundinum.

Hann sagði sagði landgræðslumálin leiða saman ólíkar þjóðir með ólíka reynslu, og sagði Ísland geta miðlað af reynslu sinni þar sem það hafi tekist á við landeyðingu í áratugi.

Þá var landgræðsla jafnframt rædd á ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna og sjálfbæra þróun og hin nýju þróunarmarkmið stofnunarinnar. Hann talaði um reynslu Íslands af leyndeyðingu og sagði að án sjálfbærrar landnýtingar yrði ekki mögulegt að fæða níu milljarða manna árið 2050, berjast gegn fátækt og hlýnun jarðar ásamt því að vernda náttúruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×