Enski boltinn

Lampard kvaddi úrvalsdeildina með marki

Vísir/Getty
Chelsea tók á móti Englandsmeistarabikarnum eftir sigurleik gegn Sunderland þar sem Loic Remy afgreiddi afgreiddi leikinn og Frank Lampard skoraði í sínum síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal var í stuði í fyrri hálfleik gegn WBA, en þeir skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleik. Lokatölur urðu 4-1 sigur.

Chelsea fékk bikarinn afhendan á Brúnni eftir 3-1 sigur á Sunderland og Crystal Palace vann Swansea. Swansea var án Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fékk frí.

Tottenham vann Everton og Manchester City vann Southampton þar sem Frank Lampard var á skotskónum, en hann kveður nú ensku úrvalsdeildina.

Úrslit og markaskorarar:

Arsenal - WBA 4-1

1-0 Theo Walcott (4.), 2-0 Theo Walcott (15.), 3-0 Jack Wilshere (17.), 4-0 Theo Walcott (37.), 4-1 Gareth McAuley (57.).

Chelsea - Sunderland 3-1

0-1 Steven Fletcher (26.), 1-1 Diego Costa - víti (37.), 2-1 Loic Remy (70.), 3-1 Loic Remy (88.).

Crystal Palace - Swansea 1-0

1-0 Marouane Chamakh (57.)

Everton - Tottenham 0-1

0-1 Harry Kane (25.).

Manchester City - Southampton 2-0

1-0 Frank Lampard (31.), 2-0 Sergio Aguero (88.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×