Fótbolti

Lampard hættur með landsliðinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Frank Lampard í lokaleik sínum fyrir England.
Frank Lampard í lokaleik sínum fyrir England. Vísir/Getty
Frank Lampard ákvað í dag að leggja landsliðsskónna á hilluna eftir að hafa leikið 106 leiki fyrir þjóð sína. Ákvað hann að leggja skóna á hilluna til að geta einbeitt sér að félagsliði sínu ásamt því að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.

Hinn 36 árs gamli Lampard lék sinn síðasta landsleik í 0-0 jafntefli gegn Kosta Ríka á Heimsmeistaramótinu í sumar en hann bar fyrirliðabandið í leiknum.

Lampard sem lék sinn fyrsta landsleik árið 1999 viðurkenndi að hann þyrfti að íhuga framtíð sína eftir að mótinu lauk og útilokaði ekki að gefa kost á sér á eitt stórmót í viðbót.

„Ég hef alltaf verið stoltur af því að leika fyrir Englands hönd en ég tel að nú sé rétti tíminn fyrir mig að hætta. Ég hef notið hverrar mínútu með landsliðinu og ég hef fulla trú á því að liðið nái góðum árangri í framtíðinni undir Roy Hodgson.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×