Erlent

Lamdi son sinn og er kölluð móðir ársins

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargir hafa hyllt konunni eftir atvikið og hefur hún verið kölluð móðir ársins víða á samfélagsmiðlum.
Fjölmargir hafa hyllt konunni eftir atvikið og hefur hún verið kölluð móðir ársins víða á samfélagsmiðlum.
Kona sást slá táning á götum Baltimore í Bandaríkjunum í gær á meðan óeirðir stóðu yfir í borginni. Um er ræða konu sem komst að því að sonur hennar ætlaði að taka þátt í óeirðunum og fór hann beint þangað eftir skóla. Hún elti hann uppi, sló hann og húðskammaði svo á endanum fór hann heim.

Atvikið og myndbandið vakti svo mikla athygli í gær að lögreglustjóri Baltimore vakti athygli á því á blaðamannafundi í nótt. „Ég vildi að fleiri mæður hefðu tekið svona á börnunum sínum í nótt,“ hefur Washington Post eftir Anthony Batts.

Samhengi atviksins er þó ekki alveg á hreinu. Hins vegar segir sá sem tók myndbandið að móðirin hafi séð son sinn kasta grjóti að lögreglumönnunum.

Fjölmargir hafa hyllt konuna eftir atvikið og hefur hún verið kölluð móðir ársins víða á samfélagsmiðlum. Til mikilla átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Baltimore í nótt. Fjöldi mótmælenda var handtekinn og lögregluþjónar slösuðust.

Vert er að vara við blótsyrðum í þessum myndböndum.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×