Fótbolti

Lagerbäck hylltur með Víkingaklappi | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck hætti sem þjálfari íslenska landsliðsins í sumar.
Lars Lagerbäck hætti sem þjálfari íslenska landsliðsins í sumar. Mynd/Vilhelm Stokstad
Víkingaklappið er fyrir löngu orðið heimsfrægt eftir vasklega framgöngu íslenska landsliðsins og stuðningsmanna þess á EM í Frakklandi í sumar.

Í gær var annar þjálfara Íslands á EM, Lars Lagerbäck, kjörinn þjálfari ársins í Svíþjóð en það var kynnt á stóru hófi í Globen í Stokkhólmi.

Þegar Lagerbäck var kallaður upp á svið var hann hylltur með víkingaklappi áhorfenda á salnum og heppnaðist það vel, eins og sjá má hér, á heimasíðu sænska ríkissjónvarpsins.

Lagerbäck sló á létta strengi í ræðu sinni sem má sjá í heild sinni hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×