Fótbolti

Lagerbäck hrósaði Conte: Nýtir allt það góða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Antonio Conte, þjálfari ítalska liðsins.
Antonio Conte, þjálfari ítalska liðsins. Vísir/Getty
Antonio Conte hefur náð góðum árangri með ítalska liðið sem er einna líklegast til að fara langt á EM í Frakklandi.

Ítalía mætir Þýskalandi í 8-liða úrslitum keppninnar annað kvöld en sigurvegari þess leiks mætir sigurvegar viðureignar Íslands og Frakklands á Stade de France á sunnudagskvöld.

„Ítalía er með áhugavert lið. Þrátt fyrir öll einstaklingsgæði sem búa í liðinu hefur sú menning skapast að það hefur tekist að búa til landslið þar sem liðsheildin er sterk,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag.

Sjá einnig: Svona var blaðamannafundur strákanna í Annecy

„Ítalir eru mjög góðir í að ná fram jákvæðum úrslitum í sínum leikjum. Conte hefur náð að nýta allt það góða úr þessari ítölsku menningu.“

„Ég ber mikla virðingu fyrir því sem hann hefur gert með ítalska liðið. Það eru stór nöfn í liðinu sem spila með stórum liðum en allir setja liðið í forgrunn. Conte á mikla virðingu skilda vegna þess.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×