Lífið

Lagður í einelti alla skólagönguna en er að slá í gegn í AGT: Fannst hann vera einskis virði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brian Justin Crum með magnaðan flutning.
Brian Justin Crum með magnaðan flutning. vísir
Brian Justin Crum lét heldur betur til sín taka í áheyrnarprufunum í America´s Got Talent á dögunum þegar hann tók lagið Creep með Radiohead.

Crum hafði áður komið fram í hæfileikakeppninni en mætti að þessu sinni staðráðinn í því að gera betur.

„Þegar ég var yngri var ég í ofþyngd og skólaárin voru mjög erfið,“ segir Brian Justin Crum sem vissi frá því að hann var sex ára að hann væri samkynhneigður.

„Ég var lagður í einelti alla barnæskuna og ég hugsaði oft hvort þessi krakkar hefðu bara rétt fyrir sér, að ég væri einskins virði,“ segir Crum.

Hann segist vilja opna sig núna í gegnum tónleikana og flutti óaðfinnanlega útgáfu af laginu Creep á dögum en hér að neðan má sjá flutninginn. Þar má einnig sjá þegar hann tók lagið Somebody to Love með Queen í fyrstu áheyrnarprufunum.

Hann er svo sannarlega að slá í gegn í Bandaríkjunum.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×