Innlent

Lagðist til sunds út frá Sólfarinu

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkvilið hjálpaði konunni á land og kom henni á spítala til aðhlynningar.
Slökkvilið hjálpaði konunni á land og kom henni á spítala til aðhlynningar. Vísir/Vilhelm
Kona lagðist til sunds út frá Sólfarinu við Sæbraut í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt og kölluðu vitni á lögreglu, sem kallaði á slökkviliðið til aðstoðar. Eftir að hafa í upphafi stefnt til  hafs, snéri hún við og synti í átt til lands.

Slökkviliðsmenn voru 
um það bil  að hrinda björgunarbáti á flot þegar lögreglumenn  hjálpuðu henni hrollkaldri upp úr flæðarmálinu, og var hún flutt á slysadeild til aðhlynningar.

Fréttastofu er ekki kunnugt um hvað konunni gekk til né hvort hún var undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×