Innlent

Lagði áherslu á réttarríkið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerði menntun og baráttuna fyrir bættu stjórnarfari og virðingu fyrir réttarríkinu að meginefni ræðu sinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York á laugardaginn.

Hún gerði fólksflutninga að umtalsefni og sagði að langtímamarkmið alþjóðasamfélagsins yrði að vera að breyta átökum í frið og skapa efnahagsleg tækifæri þar sem engin væru fyrir. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×