Innlent

Lagaumgjörð frumgreinanáms bætt

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Brugðist hefur verið við ábendingum um frumgreinanám. Fréttablaðið/Stefán
Brugðist hefur verið við ábendingum um frumgreinanám. Fréttablaðið/Stefán
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur komið til móts við ábendingar Ríkisendurskoðunar frá árinu 2012 varðandi frumgreinanám í íslenskum skólum.

Í ábendingum Ríkisendurskoðunar var lagt til að frumgreinanám yrði fellt að lögum um framhaldsskóla og að lagaumgjörð um námið væri bætt.

Í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að stjórnvöld hafa brugðist við þessu með því að breyta lögum um háskóla sem heimila ráðherra að setja reglur um frumgreinanám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×