Innlent

Lagafrumvarp um sérhæfða þjónustumiðstöð

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Til umfjöllunar á Alþingi er lagafrumvarp um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu.

Þessu gerði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, grein fyrir í ávarpi síðastliðinn föstudag á málþingi félags Einstakra barna og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldið var í tilefni af alþjóðlegum degi sjaldgæfra sjúkdóma.

Miðstöðin skal meðal annars veita ráðgjöf og annast greiningar, meðferð og endurhæfingu. Jafnframt skal hún þjóna hlutverki þekkingarmiðstöðvar sem aflar og miðlar upplýsingum og þekkingu og stuðlar að nýsköpun.

Þá skal hún einnig veita einstaklingum með sjaldgæfa sjúkdóma og sjaldgæfa fötlun sérhæfða og viðeigandi aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×