Lífið

Lætur netsóðana ekki stoppa sig: Sagan af dansandi manninum sem fór um netið

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá skjáskotið af 4Chan.
Hér má sjá skjáskotið af 4Chan.
Skjáskot af tilraunum notenda vefsins 4Chan til þess að gera lítið úr manni að dansa hafa farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga.

Í skjáskotinu sjást tvær myndir dansandi manni. Við þær skrifar netsóði, sem vildi gera lítið úr manninum:

„Við sáum þetta eintak reyna að dansa um daginn. Hann hætti þegar hann sá okkur hlæja að honum."

Myndirnar af manninum, sem talið er að sé breskur, og þessi ógeðfelldu skilaboð netsóðans hreyfðu við mörgum sem hafa deilt því á samfélagsmiðlum. Fjöldi ungra kvenna um allan heim óskaði eftir að fá að dansa við manninn, til þess að sýna honum samstöðu.



Kona að nafni Cassandra Fairbanks hóf sérstakt átak á Twitter, þar sem hún bað fólk um að hjálpa sér að finna manninn, svo hún gæti dansað við hann. Umræðan um manninn var merkt #FindDancingMan.

Eftir mikla leit á Twitter fannst dansandi maðurinn. Hann birti mynd af sér þar sem hann kastaði kveðju á Cassandra og Twitter-heiminn.



Og Cassandra hefur staðfest að þau ætli að hittast á næstu vikum og dansa saman. Sagan þykir sýna hversu góðan samtakamátt fólk á samfélagsmiðlum um allan heim getur haft. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×