ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 21:15

Renault kynnir nýjan bíl

SPORT

Lćrisveinar Neville gerđu jafntefli í bikarnum

 
Fótbolti
20:56 21. JANÚAR 2016
Lćrisveinar Neville gerđu jafntefli í bikarnum
VÍSIR/GETTY

Gary Neville og lærisveinar hans í Valencia þurftu að sætta sig við jafntefli, 1-1, á móti Las Palmas í fyrri leik liðanna í spænska Konungsbikarnum í fótbolta í kvöld.

Las Palmas tók forystuna með sjálfsmarki Wilfried Zahibo á 38. mínútu en Paco Alcacer jafnaði metin á 61. mínútu leiksins og það urðu lokatölur, 1-1.

Strákarnir hans Neville þurfa því að vinna seinni leikinn á útivelli eða gera jafntefli 2-2 eða stærra þar sem Las Palmas er með mark á útivelli.

Neville hefur ekki enn tekist að vinna leik í spænsku deildinni, en Valencia vann Granada samanlagt, 7-0, í 16 liða úrslitum bikarsins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Lćrisveinar Neville gerđu jafntefli í bikarnum
Fara efst