Handbolti

Lærisveinar Geirs fengu skell gegn Minden

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Geir Sveinsson.
Geir Sveinsson. vísir/getty
Lærisveinar Geirs Sveinssonar í Magdeburg fengu níu marka skell, 35-26, gegn Minden á útivelli í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Austurríki hornamaðurinn Robert Weber skoraði átta mörk fyrir Magdeburg sem er engu að síður öruggt með Evrópusæti þegar ein umferð er eftir.

Gunnar Steinn Jónsson og félagar færðu sig aðeins ofar í töflunni með góðum sigri á Lübbecke, 29-27, á heimavelli.

Gunnar Steinn komst ekki á blað fyrir Gummersbach sem siglir lygnan sjó um miðja deild.

Sigurbergur Sveinsson skoraði svo eitt mark fyrir Erlangen sem gerði jafntefli við Berlífarrefi Dags Sigurðssonar á heimavelli, 28-28.

Mikil spenna var í leiknum undir lokin, en Petar Nenadic, jafnaði tvívegis fyrir Füchse á lokamínútu leiksins.

Stigið gerir lítið fyrir Erlangen í fallbaráttunni líkt og Refina í baráttunni um Evrópusæti. Dagur og lærisveinar hans eru í sjötta sæti með 38 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×