Handbolti

Lærisveinar Dags mæta Kiel í Ofurbikarnum í kvöld

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dagur Sigurðsson á hliðarlínunni.
Dagur Sigurðsson á hliðarlínunni. Vísir/Getty
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin mæta lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska Ofurbikarnum í handbolta í kvöld en þetta er í fyrsta sinn sem Füchse leikur um Ofurbikarinn.

Undir stjórn Dags vann Füchse sinn fyrsta titil í sögu félagsins í vor er liðið vann Flensburg í úrslitum þýska bikarsins í handbolta. Í leiknum í kvöld mætir Füchse stórveldinu Kiel sem hefur unnið níu af síðustu þýsku meistaratitlum.

Dagur er á síðasta tímabili sínu í bili með Füchse Berlin en hann tekur við þýska landsliðinu í september.

„Við erum búnir að bæta leik okkar síðustu daga í æfingarleikjunum sem við höfum spilað en það er ekkert eins og að spila alvöru leiki. Vonandi verður liðið vel samstillt í kvöld. Þegar þú mætir Kiel kemstu að því í hvernig standi liðið þitt er. Þeir eru búnir að styrkja sig gríðarlega í sumar en við þurfum bara að einbeita okkur að spila okkar leik.“

Leikur Füchse Berlin og THW Kiel verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsending klukkan 18.05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×