Innlent

Læknir braut persónuverndarlög

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Læknir braut persónuverndarlög með greinaskrifum um fyrrverandi sjúkling sinn samkvæmt úrskurði Persónuverndar. Persónuvernd barst kvörtun frá sjúklingnum vegna birtinga persónuupplýsinga um sig í aðsendri grein læknisins sem birtist í Morgunblaðinu á síðasta ári. Í greininni var hluti sjúkrasögu sjúklingsins rakin og var greinin skrifuð án samþykkis hans.

Í kvörtuninni segir: „Mér finnst engu breyta um að trúnaður hafi verið brotinn þótt [læknirinn] nafngreini mig ekki í blaðagreininni. Fólk sem ég þekki áttaði sig á því að hann væri að fjalla um mig og ég frétti af þessari grein nokkrum dögum eftir birtingu hennar í gegnum annan mann. Ef farið er inn í greinasafn Morgunblaðsins og eldri grein eftir lækninn lesin þar sem hann nafngreinir mig er auk þess augljóst að læknirinn er að fjalla um sama manninn í seinni greininni, þ.e.“

Tveimur árum áður hætti sjúklingurinn meðferð hjá lækninum vegna meints brots gegn trúnaðar- og þagnarskyldu hans.

Persónuvernd telur að lækninum hafi verið óheimilt að birta ítarlega umfjöllun og upplýsingar um heilsufar og sjúkdómsgreiningu sjúklingsins, sem byggð voru á gögnum sem sjúklingurinn afhenti honum. Þessar upplýsingar teljist viðkvæmar og læknirinn hafi ekki sýnt fram á að honum hafi verið heimilt að gera þær opinberar, þrátt fyrir að sjúklingurinn hafi ekki verið nafngreindur.

Persónuvernd telur ljóst að greinin fjalli um hann vegna fyrri skrifa læknisins.

Þá kemur fram að telji sjúklingurinn sig hafa orðið fyrir tjóni geti hann krafist skaðabóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×