Erlent

Læknar fundu 12 gullstangir í maga manns

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmenn sjúkrahússins tóku myndir af gullinu.
Starfsmenn sjúkrahússins tóku myndir af gullinu.
Skurðlæknum á sjúkrahúsi í Indlandi brá í brún þegar þeir opnuðu maga manns og fundu þar 12 gullstangir. Maðurinn hafði komið á sjúkrahúsið og sagst hafa óvart gleypt tappa af gosflösku. Hann hafði gleypt gullið til þess að komast hjá því að greiða af því toll.

Frá þessu er sagt á vef CNN.

Hinn umræddi tappi fannst ekki, en hver þeirra tólf gullstanga sem fundust vóg um 33 grömm.

„Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að um gullstangir væri að ræða,“ sagði yfirlæknir skurðaðgerðarinnar. „En röntgenmyndir sýndu stíflu í görnunum sem þarfnaðist skurðaðgerðar. Fundurinn var óvæntur.“

Maðurinn var útskrifaður eftir aðgerðina og er við góða heilsu. Gullstangirnar eru þó í höndum tollyfirvalda sem rannsaka málið.

Röntgenmynd af manninum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×