Innlent

Læknar ekki bjartsýnir á að samningar náist

Bjarki Ármannsson skrifar
Verkfall lækna gæti hafist á mánudag.
Verkfall lækna gæti hafist á mánudag. Vísir/Getty
Lítið miðar áfram í viðræðum Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en fundað var í hálftíma í dag án árangurs. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segist ekki bjartsýnn á að samningar takist áður en boðaðar verkfallsaðgerðir eiga að hefjast næstkomandi mánudag.

„Það þokaðist ekkert í samkomulagsátt að okkar mati,“ segir Þorbjörn. „Ég held að það sé óhætt að segja að við teljum ekki miklar líkur á að þetta takist fyrir mánudag.“

Hvað þyrfti að gerast til þess?

„Við teljum að samninganefnd ríkisins þurfi víðtækara umboð en hún er með núna,“ segir Þorbjörn. „Eigum við ekki að orða það þannig.“

Næsti fundur verður á fimmtudag í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Fari verkfallsaðgerðir af stað, gætu þær staðið til 11. desember en aðeins ákveðna daga þó.


Tengdar fréttir

Læknar boða til verkfalls

Yfir 80% af atkvæðisbærum læknum tók þátt í kosningunni og yfir 95% þeirra samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem gert er ráð fyrir að hefjist þann 27. október næstkomandi.

Skurðlæknar vilja í verkfall

Kjaraviðræðum Skurðlæknafélags Íslands og ríkisins lauk án árangurs í húsakynnum ríkissáttasemjara í kvöld.

„Spítali verður ekki rekinn án lækna“

Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum lækna og skurðlækna. Heilbrigðisráðherra segir að þjóðarsátt þurfi að nást um að læknastéttin verði samkeppnishæf við nágrannaríkin.

Lýsir yfir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli lækna

Stjórn hjúkrunarráðs Sjúkrahússins á Akureyri segir að ljóst sé að starfsemi heilbrigðisstofnana muni raskast og aukið álag verða á aðra starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar.

Verkfall hafi mikil áhrif á heilbrigðisstofnanir

Læknar hafa ákveðið að ganga til kosninga um verkfallsaðgerðir. Formaður Læknafélags Íslands segir að verkfall muni hafa umtalsverð áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana en vonar að hætta skapist ekki fyrir sjúklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×