Innlent

Læknanemar skora á stjórnvöld að bregðast við fjárþörf stofnana

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Félag læknanema gagnrýnir fjárlagafrumvarpið.
Félag læknanema gagnrýnir fjárlagafrumvarpið. vísir/vilhelm
Félag læknanema skorar á stjórnvöld að mæta þeirri fjárþörf sem uppi er hjá helstu stofnunum heilbrigðis- og háskólakerfisins í meðferð á fjárlögum næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem send var út í kvöld.

Félagið óttast að án frekari aðgerða muni íslenskt heilbrigðis-og háskólakerfi ekki geta sinnt viðunandi menntun heilbrigðisstarfsfólks til frambúðar.

Félagið fagnar auknum fjárveitingum sem samþykktar voru á Alþingi í dag en segir ljóst að þær fjárhæðir sem um ræðir duga ekki til þess að stærstu stofnanir þessara kerfa geti viðhaldið rekstri sínum án þess að grípa til niðurskurðaraðgerða.

Félagið bendir á að þær fjárhæðir sem um ræðir eru lágmarksfjárhæðir sem dugi einungis til þess að viðhalda óbreyttum rekstri stærstu stofnana kerfanna og ráðast í brýnustu verkefni.

Landspítalinn sé sem fyrr rekinn fyrir um það bil helminginn af því sem sambærileg sjúkrahús eru rekin fyrir á Norðurlöndunum á sama tíma og  meðalframlag á hvern nemanda við Háskóla Íslands sé um helmingur af framlagi á hvern nemanda á hinum Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×