Erlent

Læknaðar af ebólu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Önnur hjúkrunarkvennanna, Nina Pham, eftir að hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu.
Önnur hjúkrunarkvennanna, Nina Pham, eftir að hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Vísir/Getty
Tveir bandarískir hjúkrunarfræðingar sem veiktust af ebólu-veirunni meðan þær önnuðust sjúkling í Dallas hafa nú verið læknaðar af sjúkdómnum. Önnur þeirra, Nina Pham, hitti Barack Obama, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húsinu nokkrum klukkustundum eftir að hún útskrifaðist af sjúkrahúsi.

Ríkisstjórar New York og New Jersey hafa fyrirskipað að hver sá sem kemur til ríkjanna frá Vestur-Afríku, og hefur unnið þar með ebólusjúklingum, skuli fara í sóttkví í 21 dag. Skipunin kemur í kjölfar þess að bandarískur læknir, Craig Spencer, kom frá Gíneu til New York og greindist með ebólu.

Meira en 4.800 manns hafa dáið af völdum ebólu-veirunnar og tilkynnti Alþjóðaheilbrigðisstofnun í dag um að meira en 10 þúsund tilfelli af ebólu hafi nú komið upp.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×