Lífið

Lækna-Tómas mælir ekki með því að hjartveikt fólk horfi á leiki Íslands

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Tómas Guðbjartsson sendir strákunum kveðju af vaktinni.
Tómas Guðbjartsson sendir strákunum kveðju af vaktinni. Vísir/Skjaskot/EPA
Tómas Guðbjartsson mælir ekki með því fyrir hjartveikt fólk að horfa á leiki íslenska landsliðsins. Hann er mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins og hefur tekið fram hjartastuðtæki ef ske kynni að leikur dagsins, Ísland gegn Austurríki á EM, yrði of spennandi.

„Mig langar að senda ykkur sérstakar baráttuóskir héðan af vaktinni á Landspítalanum,“ sagði Tómas. Sagði hann suma leikina hingað til, bæði gegn Portúgal og Ungverjum, hafa verið mögulega einum of spennandi. Sérstaklega síðustu mínúturnar gegn Ungverjum þegar þeir jöfnuðu á síðustu mínútunum og Ísland fékk aukaspyrnu á lokamínútu.

„Þið mynduð gera mér, kollegum mínum og allri þjóðinni mikinn greiða með því að massa leikinn á miðvikudaginn á móti Austurríkismönnum. Ég veit að þið getið það. Það er bara að spila með hjartanu. Gangi ykkur vel,“ sagði Tómas í myndbandinu sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×