Viðskipti innlent

Lækkanir í Kauphöll Íslands

Sæunn Gísladóttir skrifar
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,08 prósent það sem af er degi.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,08 prósent það sem af er degi. Vísir/GVA
Hlutabréf út um allan heim hafa lækkað í dag sem rekja má til lækkunar verðs á hráolíu.

Samkvæmt frétt BBC lækkuðu hlutabréfamarkaðir í London, Frankfúrt og París um eitt til tvö prósent í morgun. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 2,7 prósent í dag. FTSE 100 vísitalan í Bretlandi lækkaði um 1 prósent í dag og markaðir í Frankfúrt og París lækkuðu um 1,6 prósent.

Kauphöll Íslands hefur einnig orðið fyrir áhrifum í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um rúmlega 3,33 prósentí dag og hafa hlutabréf allra skráðra bréfa lækkað. Hlutabréf Icelandair lækkuðu mest í dag um 4,1 prósent í 1.250 milljón króna viðskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×