Viðskipti innlent

Lækka lánshæfismat Íbúðalánasjóðs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Langtímalánshæfismatið var lækkað.
Langtímalánshæfismatið var lækkað. vísir/gva
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor´s lækkaði í gær langtímamat á Íbúðalánasjóði úr BB niður í BB-. Skammtímaeinkunn er ennþá B og horfur stöðugar. Þetta kemur fram í matinu sem birt var í gær.

Ástæðan fyrir lækkuninni er sú að S&P telur að áhersla stjórnvalda á Íbúðalánasjóð hafi minnkað. Því telur fyrirtækið að dregið hafi úr líkunum á því að Íbúðalánasjóður verði ríkistryggður til langs tíma. Komið hefur fram að ekki stendur til að reka Íbúðalánasjóð í núverandi mynd til langs tíma

S&P bendir á þetta og segir að dregið verði úr hlutverki Íbúðalánasjóðs á næstunni vegna hugmynda verkefnisstjórnar á vegum Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um framtíð húsnæðismála. Þá muni ríkisstjórnin bregðast við ábendingum Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem telji að ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×