Innlent

Lækka dagpeninga til ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands

Atli Ísleifsson skrifar
Reglurnar gilda frá 1. nóvember næstkomandi.
Reglurnar gilda frá 1. nóvember næstkomandi. vísir/anton brink
Ferðakostnaðarnefnd ríkisins hefur ákveðið að lækka dagpeninga til greiðslu gistikostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands. Þetta er jafnan gert á haustin þar sem hótelherbergi eru ódýrari á veturna, samanborið við á sumrin.

Dagpeningar fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring verður 25.700 krónur, en var 36.400 krónur. Dagpeningar fyrir gistingu í einn sólarhring verður 14.500 krónur, en var 25.200 krónur.

Dagpeningar fyrir fæði fyrir hvern heilan dag, þegar um minnst tíu tíma ferðalag er að ræða, helst 11.200 krónur, og dagpeningar fyrir fæði í hálfan dag, þegar um minnst sex tíma ferðalag er að ræða, helst 5.600 krónur.

Reglurnar gilda frá 1. nóvember næstkomandi.


Tengdar fréttir

Dagpeningar ríkisstarfsmanna stórhækka þótt verðbólga sé lítil

Dagpeningagreiðslur til ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands hækka gríðarlega samkvæmt nýrri auglýsingu ferðakostnaðarnefndar. Gisting og fæði í einn sólarhring hækkar um 40 prósent og gisting í einn sólarhring hækkar um 70 prósent. Formaður fjárlaganefndar undrast svo mikla hækkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×