Innlent

Lægri hámarkshraði kostar milljónir

Benedikt Bóas skrifar
Strætó gæti ekki haldið uppi sömu þjónustu verði hámarkshraði lækkaður.
Strætó gæti ekki haldið uppi sömu þjónustu verði hámarkshraði lækkaður. vísir/gva
Áhrif hraðastefnu Reykjavíkurborgar á leiðakerfi Strætó myndi kosta fyrirtækið um 80 milljónir á ári auk þess sem gera þyrfti ráð fyrir 4-5 viðbótarvögnum á leiðarkerfið þar sem meðalvagnagjald er um níu milljónir króna á ári. Þetta kom fram á stjórnarfundi Strætó og var lagt fram á Borgarráðsfundi Reykjavíkur.

Í minnisblaði verkfræðistofunnar Mannvits, sem unnið var fyrir stjórn Strætó, kemur fram að ef leyfðum hámarkshraða umferðar verður breytt á götum, þar sem í dag er leyft að aka á 50-60 km/klst. og hámarkshraði lækkaður í 30-50 km/klst, muni það það hafa þau áhrif á akstur Strætó að erfitt verður að aka í samræmi við tímatöflu á vissum leiðum. Vilji Strætó halda uppi sama þjónustustigi mun slíkt óhjákvæmilega leiða til fjölgunar vagna með tilheyrandi hækkun aksturskostnaðar fyrir fyrirtækið.

Að áliti Ragnheiðar Einarsdóttur, samgöngusérfræðings Strætó, kom fram að reikna mætti með að kostnaður við akstur gæti aukist um allt að 80 milljónir, auk þess gera mætti ráð fyrir kostnaði vegna 4-5 viðbótarvagna þar sem meðalvagnagjald á ári sé um níu milljónir króna.

Samþykkti stjórnin að Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sendi aðildarsveitarfélögum Strætó fyrirliggjandi minnisblöð til upplýsingar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×