Innlent

Lægra olíuverð sparar milljarða

svavar hávarðsson skrifar
Ytri skilyrði eru útgerðinni mjög hagfelld.
Ytri skilyrði eru útgerðinni mjög hagfelld. fréttablaðið/gva
Ef meðalverð á skipaolíu og gengi Bandaríkjadals helst á líkum nótum og það sem af er árinu mun útgerðin í landinu hafa sparað 4,5 milljarða króna í árslok miðað við fyrri ár.

Í Hagsjá Landsbanka Íslands segir að meðalverð skipaolíu verði 54 Bandaríkjadalir, sem er um 46% lægra verð en í fyrra. Árið 2013 nam olíukostnaður fiskveiða 17,2 milljörðum og má gera ráð fyrir að hann hafi numið 17,4 milljörðum á síðasta ári. Ef meðalolíuverð og gengi dalsins það sem af er þessu ári endurspeglar árið í heild verður olíukostnaðurinn um 12,6 milljarðar á árinu. Olíu- og eldsneytiskostnaður útgerðarinnar nam að meðaltali um 15% af heildarkostnaði og 11% af tekjum árin 2009-2013.

Ástæðan fyrir því að sparnaðurinn er ekki enn meiri er að gengi dalsins hefur styrkst töluvert síðustu mánuði gagnvart krónunni sem vegur á móti lækkun olíuverðs, segir í Hagsjánni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×