FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Lćgđ nálgast landiđ í dag

 
Innlent
07:46 13. MARS 2017
Lćgđin fer norđaustur yfir landiđ í nótt međ allhvassri norđvestanátt og éljum.
Lćgđin fer norđaustur yfir landiđ í nótt međ allhvassri norđvestanátt og éljum. VÍSIR/VILHELM

Veðurstofa Íslands varar við stormi syðst á landinu í nótt. Lægð nálgast nú landið úr suðvestri með stífri austanátt og slyddu eða rigningu sunnan- og vestanlands, en snjókomu norðantil.

Lægðin fer norðaustur yfir landið í nótt með allhvassri norðvestanátt og éljum. Um tíma má búast við vestan stormi syðst á landinu. Dregur hægt úr vindi og éljum á morgun, en bætir aftur í vind og úrkomu suðvestantil annað kvöld. Fremur milt í dag, en kólnar á morgun. Víða frost annað kvöld, segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Þá varar Vegagerðin við hálku víða um land. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum sem og sums staðar í uppsveitum. Annars eru vegir greiðfærir víða um sunnanvert landið. Hálkublettir eru á Grindavíkurvegi.

Hálka er á Holtavörðuheiði, Vatnaleið og Fróðárheiði en þar er einnig éljagangur. Hálkublettir á nokkrum vegum á Vesturlandi.

Hálka eða hálkublettir eru á sumum fjallvegum á Vestfjörðum en víðast er greiðfært á láglendi. Snjóþekja og éljagangur er á Klettshálsi.

Á Norður-  og Austurlandi er hálka og hálkublettir og jafnvel snjóþekja á fáförnum vegum og fjallvegum. Einnig éljar á Öxnadalsheiði. Krapi og þoka er með norðausturströndinni.

Hálkublettir eru á Suðausturlandi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Lćgđ nálgast landiđ í dag
Fara efst