Lífið

Lady Gaga um gagnrýnina: „Ég er stolt af líkama mínum“

Söngkonan sneri vörn í sókn og hvatti fólk til dáða.
Söngkonan sneri vörn í sókn og hvatti fólk til dáða. instagram/skjáskot
„Ég heyrði að líkami minn hafi verið til umræðu. Það sem ég hef að segja er að ég er stolt af líkama mínum og aðrir ættu sömuleiðis að vera stoltir af eigin líkama,“ segir söngkonan Lady Gaga á Instagram-síðu sinni.

Tilefni orða hennar eru ummæli netverja um líkamsvöxt hennar þar sem hún er meðal annars sögð feit og hvött til þess að gera magaæfingar. Gagnrýnina fær hún eftir að hafa komið fram í hinum sögufræga hálfleik á Superbowl síðastliðinn sunnudag, en söngkonan virðist þó láta hana lítið á sig fá. Þess í stað nýtir hún gagnrýnina til þess að hvetja fólk til dáða.

Atriði Lady Gaga var þrettán mínútna langt en Superbowl er stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna. Atriðið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×