Lífið

Lady Gaga fór enn á ný sínar eigin leiðir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lady Gaga fór á kostum í nótt.
Lady Gaga fór á kostum í nótt. Vísir/GEtty
Söngkonan Lady Gaga hefur aldrei verið þekkt fyrir að fara aðrar leiðir en sínar eigin. Hún sannaði það enn eina ferðina í gærkvöldi þegar henni var falið að flytja þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leikinn um Ofurskálina, Super Bowl.

Eins og fyrir svo til alla íþróttaviðburði vestanhafs var þjóðsöngurinn fluttur fyrir leik og steig Lady Gaga á stokk í glæsilegri rauðri dragt. Þótt flutningurinn takast einstaklega vel en hægt var að veðja á það fyrirfram hvort söngkonan myndi flytja þjóðsönginn á undir eða yfir tveimur mínútum og tuttugu sekúndum.

Sjá einnig:Sá gamli kom, sá og sigraði í Super Bowl

Veðmálasíðum ber ekki saman um það hve langan tíma flutningurinn tók. Hafði meðal annars áhrif að lafðin söng síðustu tvö orðin í laginu, „the brave“, tvisvar.

Um var að ræða fimmtugasta úrslitaleikinn frá stofnun NFL-deildarinnar. Fór svo að gamla brýnið Payton Manning og strákarnir hans frá Denver lögðu Cam Newton og félaga í Carolina Panthers.

Flutning Lady Gaga má sjá hér að neðan.

NFL

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×