Menning

La Travita í Hörpunni

Þóra og Garðar ThorVonandi fækka aðalsöngvararnir eitthvað fötum fyrir kvöldið!
Þóra og Garðar ThorVonandi fækka aðalsöngvararnir eitthvað fötum fyrir kvöldið! Fréttablaðið/Valli
„Þetta er heillandi verk og við erum stolt af að setja það upp með stórliði óperusöngvara,“ segir Garðar Cortes sem stjórnar óperunni La traviata í tónleikaformi í Hörpu í kvöld klukkan 20 og á morgun klukkan 17.



Flytjendur eru Óperukórinn í Reykjavík ásamt einsöngvurum og sinfóníuhljómsveit.



Í aðalhlutverkum eru Þóra Einarsdóttir sem Kamelíufrúin Víoletta, Garðar Thór Cortes sem Alfredo, ástmaður hennar, Bergþór Pálsson sem Giorgio Germont, faðir Alfredo, og Viðar Gunnarson sem Grenville, læknir Violettu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×