Erlent

Kyssti konu á brjóstið í óþökk hennar í beinni útsendingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þáttastjórnandi kyssti brjóst ungrar konu í beinni útsendingu eftir að hún hafði neitað að kyssa hann. Atvikið hefur verið harðlega gagnrýnt í Frakklandi og er það til rannsóknar.

Atvikið átti sér stað á föstudagskvöldið í vinsælum frönskum sjónvarpsþætti sem heitir TPMP, en útsendingin var liður í tilraun þáttastjórnandans Cyril Hanouna að reyna að setja met með því að vera í beinni útsendingu samfleytt í 35 klukkutstundir.

Margir halda því fram að um kynferðisbrot sé að ræða.

Hin 21 árs gamla Soraya tók þátt í atriði þar sem verið var að grínast með Kardashian-ránið svokallaða. Soraya var í hlutverki Kardashian og þáttastjórnandinn Jean-Michel Maire var í hlutverki lásasmiðs.

Eftir að atriðinu lauk bað Maire um að Soraya kyssti sig á kinnina. Hún neitaði og þegar hann ætlaði að kyssa hana sneri hún sér undan. Í stað þess að kyssa hana á kinnina kyssti Maire Soraya á brjóstið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×