Kynntu einstaklega hreyfanlegt vélmenni

 
Viđskipti erlent
10:15 28. FEBRÚAR 2017
Handle sýnir hvađ ţađ getur.
Handle sýnir hvađ ţađ getur.

Fyrirtækið Boston Dynamics hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir vinnu sína varðandi vélmenni. Það hefur einnig vakið athygli fyrir að koma illa fram við vélmennin sín, hrinda þeim og jafnvel sparka í þau, en þau atvik hafa ávallt verið til að sýna fram á jafnvægisskyn vélmennanna.

Handle, nýjasta vélmenni fyrirtækisins, sýnir hreyfigetu sem önnur vélmenni fyrirtækisins hafa ekki komist nærri því að sýna. Það keyrir um upprétt á tveimur hjólum og getur jafnvel hoppað upp á borð á fleygiferð.


Samkvæmt Boston Dynamics ferðast Handle á 14 kílómetra hraða á klukkustund og getur hoppað um 1,2 metra upp í loftið. Þá getur vélmennið farið niður tröppur og lyft þungum hlutum, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.

Vélmennið getur ferðast um 24 kílómetra áður en nauðsynlegt er að hlaða rafhlöðu þess.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti erlent / Kynntu einstaklega hreyfanlegt vélmenni
Fara efst