Innlent

Kynnisferðir: „Það verður tekið á þessu“

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða
Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða Vísir/Vilhelm
Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að aksturshættir ökumanns rútu frá fyrirtækinu við Hjörleifshöfða sé engan veginn ásættanlegur. Segir hann að hart verði tekið á málinu.

Vísar hann þar til myndbands sem Ólafur Íslefisson birti á facebook síðu sinni og Vísir greindi frá. Glæfralegur akstur rútu frá Kynnisferðum olli nánast stórslysi fyrr í dag.

„Við erum með kerfi í bílunum þar sem við getum séð hraða og annað slíkt hjá ökumönnunum þannig að við getum fylgst vel með þessu. Það verður tekið á þessu,“ segir Kristján.

Kristján nefnir einnig að þetta sé ekki bíll í eigu Kynnisferða þó hann sé enn merktur fyrirtækinu. „Þrátt fyrir það var verið að keyra rútuna fyrir fyrirtækið svo það skiptir ekki höfuðmáli en þetta er háskaakstur sem þarf að skoða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×