Viðskipti innlent

Kynna niðurstöður forvals á Keflavíkurflugvelli í næstu viku

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Isavia segir að ákveðið hafi verið að veita öllum áhugasömum jöfn tækifæri til að leigja verslunar- og veitingarými í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Niðurstöður úr forvali vegna útleigu rýmanna verða kynntar í næstu viku.

Í tilkynningu frá félaginu segir að tilefni þess að ákveðið hafi verið að ráðast í breytingar á brottfararými í flugstöðinni hafi í meginatriðum verið að leigusamningar við núverandi rekstraraðila séu að renna út. Að vegna fjölgunar farþega sé nauðsynlegt að gera breytingar á því svæði þar sem vopnaleit fari fram. Þá hafi fjölgun farþega verið mikil undanfarin ár og áætlanir fyrir enn meiri aukningu kalli eftir meiri þjónustu.

Þá segir í tilkynningunni að mikill fjöldi metnaðarfullra tilkynninga hafi borist í forvalinu. Alþjóðlegir sérfræðingar breska ráðgjafarfyrirtækisins Concession Planning International voru fengnir til þess að vanda til verka. Þá var forvalsnefndin skipuð einstaklingum með reynslu og þekkingu í rekstri flugvalla.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×