Heilsa

Kynlífsforvitni unglinganna

sigga dögg skrifar
Unglingar vilja vita allt um kynlíf
Unglingar vilja vita allt um kynlíf Vísir/Getty
Í viku hverri flakka ég á milli grunnskóla og félagsmiðstöðva og svara nafnlausum spurningum nemenda um kynlíf og líkamann. Ég er gjarnan spurð hvort ég greini mun á spurningum unglinga frá því að ég byrjaði með kynfræðsluna árið 2010 og núna. Ég er alltaf að hitta nýja unglinga og spurningarnar eru því gjarnan þær sömu. Hér eru nýlegar nafnlausar spurningar úr kynfræðslu grunnskólanemenda á aldrinum 13 ára til 16 ára.



Hefurðu farið í 3some?



Svar: Þetta er mjög algeng spurning og unglingar oft mjög forvitnir um mitt eigið kynlíf. Það mikilvægasta sem við getum kennt unglingum um kynlíf er að þeirra reynsla er persónuleg reynsla sem þau mega halda fyrir sig. Unglingar geta verið mjög aðgangsharðir á persónulegar upplýsingar. Ég segi unglingunum gjarnan að þau græði ekkert á því að vita um mína kynlífsreynslu því slík þekking gagnist aðeins þeim sem ég ætla að stunda kynlíf með, ef það á við. Við þurfum að æfa okkur að tala um kynlíf út frá því hvað okkur langar til að prófa og hvað okkur þykir gott. Fyrri reynsla með öðrum bólfélaga gagnast nýjum bólfélaga skammt því öll erum við ólík og þurfum að læra hvert inn á annað. Það er stóra leyndarmálið í kynlífi með öðru fólki, að kynnast hvort öðru og spyrja hvað viðkomandi þyki gott og segja hvað þér þykir gott. Því dreg ég mörk í kringum mína eigin kynlífsreynslu. Kynfræðsla byggist ekki á persónulegum reynslusögum heldur samansafni faglegrar þekkingar sérfræðinga. Því er svarið við þessari spurningu alltaf það sama: „Ég hef prófað ýmislegt í kynlífi en mín reynsla er mitt einkamál.“





Sæði syndir ekki í vatniVísir/Getty
Getur maður orðið óléttur í heitum potti?



Svar: Ætli það hafi ekki verið sjónvarpsþátturinn Glee sem kom þessari mýtu vel af stað. Eina leiðin fyrir getnað til að eiga sér stað er ef limur fer inni í leggöng. Ef þú stundar samfarir við typpi í heitum potti þá er möguleiki á getnaði, annars ekki. Sáðfrumur læðast ekki úr limnum, synda úr sundskýlunni, þvert yfir 38 gráðu heitan pottinn og laumast inn um vel hulda píku dömunnar. Sæði myndi aldrei lifa slíkt ferðalag af, fyrir utan að það gæti allt eins villst af leið og ratað upp í nös á grunlausum kafara eða í rass á gömlum kalli. Sáðfrumur hafa ekki innbyggðan radar á leggöng heldur þarf að skila þeim þangað alla leið í farartæki þeirra typpinu.



Er hægt að fá fullnægingu við að horfa á ljósmynd?



Svar: Ef þér þykir ljósmyndin kynferðislega æsandi þá er vissulega hægt að fá fullnægingu þó hjá flestum fylgi einnig bein örvun kynfæra, með höndum eða einhvers konar beinu nuddi við hlut eða til dæmis kodda. Þetta er alls ekki skrýtið eða óeðlilegt, heldur allt í góðu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×