Innlent

Kynferðisbrotamál í Grímsey

Jakob Bjarnar skrifar
Frá Grímsey en í sumar var kynferðisbrot til lögreglu, sem hún hefur að lokinni rannsókn sent málið áfram til ríkissaksóknara.
Frá Grímsey en í sumar var kynferðisbrot til lögreglu, sem hún hefur að lokinni rannsókn sent málið áfram til ríkissaksóknara.
Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn á Akureyri staðfestir, í samtali við Vísi, að upp hafi komið kynferðisbrotamál í Grímsey. „Lögreglan hafði eitt meint kynferðisbrot til rannsóknar. Í Grímsey. Þeirri rannsókn er lokið og málið er farið til ríkissaksóknara,“ segir Daníel.

Málið var kært til lögreglu í sumar, Daníel hefur ekki nákvæmar dagsetningar á því. Aðspurður hvort brotið væri gegn barni segir hann svo ekki vera, en spurning geti verið hvenær barn er barn.

Akureyri vikublað greindi frá máli af þessu tagi í vikunni en þar segir að það geti riðið baggamuninn hvað varðar framtíð „sjávarútvegs er að upp kom kynferðisbrot þar sem gerandi tengist útgerð í eynni.“ Akureyri vikublað hefur það svo eftir ónafngreindum heimamanni að sá maður eigi ekki afturkvæmt til Grímseyjar og ef heimamenn eða þeir sem vilja áfram útgerð í Grímsey hafi ekki burði til að kaupa kvóta „brotamannsins“ og halda í eynni gæti það haft mikil áhrif.

Daníel vill ekki tjá sig um þann fréttaflutning, að öðru leyti en því að honum þykir sérkennilegt að frásögn af þessu tagi sé sett í samhengi við atvinnuástandið í Grímsey. „Við staðfestum ekki skoðanir sem blaðamaður setur fram í véfréttastíl. Við erum ekki vanir að tjá okkur um eitthvað svona í fámenninu með þeim hætti að hægt sé að rekja til einhvers tiltekins einstaklings.“

Í Grímsey búa um 90 manns en aðalatvinnuvegur er fiskveiðar og fiskverkun. Vorið 2009 samþykktu íbúar Grímseyjar og Akureyrar með miklum meirihluta að sameina sveitarfélögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×