Innlent

Kynbundinn launamunur 8,5 prósent

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ólafía Rafnsdóttir er formaður VR.
Ólafía Rafnsdóttir er formaður VR.
Kynbundinn launamunur innan VR hefur dregist saman um rúmlega 40 prósent frá árinu 2000. Samkvæmt árlegri launakönnun félagsins, sem birt var í dag, hefur launamunur kynjanna ekki verið minni. Kynbundinn launamunur innan VR mælist 8,5 prósent en var 9,4 prósent á síðasta ári.

Í tilkynningu frá VR vegna launakönnunarinnar segir að kynbundinn munur sé sá sem er á launum karla og kvenna eftir að tekið hefur verið tillit til áhrifaþátta á laun eins og vinnutíma, starfs, atvinnugreinar og mannaforráða.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar kemur einnig fram að heildarlaun félagsmanna VR hækkuðu að meðaltali um 7 prósent á milli janúar 2013 og 2014. Grunnlaun hækkuðu um 6,9 prósent og er hún umfram samningsbundnar hækkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×