Sport

Kvöldmaðurinn vann Ólympíugull um morguninn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Taylor fagnar sigri.
Christian Taylor fagnar sigri. Vísir/Getty
Bandaríkjamaðurinn Christian Taylor vann gull aðra Ólympíuleikana í röð þegar hann tryggði sér sigur í þrístökki á Ólympíuleikunum í Ríó í dag.

Christian Taylor stökk 17,86 metra í fyrsta stökki og það dugði honum til sigurs. Landi hans Will Claye varð annar með stökk upp á 17,76 metra. Bronsið fór síðan til Kínverjans Bin Dong sem stökk 17,58 metra.

"Mig langaði svo mikið í gullið. Þetta gekk allt upp og stjörnurnar voru í réttri röð fyrir mig," sagði Christian Taylor eftir sigurinn.

Christian Taylor lýsti sjálfum sér sem kvöldmanneskju í viðtölum eftir keppnina og því reyndist það honum krefjandi verkefni að keppa svona snemma.

„Ég er ekki morgunmanneskja og því var erfitt að keppa um morguninn," sagði Christian Taylor sem þurfti eins og hinir keppendurnar að fara mjög snemma af stað úr Ólympíuþorpinu því keppnin hófst klukkan 9.50 og það tekur dágóðan tíma að komast á milli.

„Ég vildi ná heimsmetinu en það var ekki í spilunum. Ég mun halda áfram reyna að ná því. Það hefur verið svo lengi," sagði Christian Taylor.

Christian Taylor stökk 18,21 metra þegar hann vann þrístökkið á ÓL í London 2012. Heimsmet Jonathan Edwards frá 1995 er 18,29 metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×