Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að ekkert samkomulag er um þinglok þrátt fyrir stíf fundarhöld forystufólks flokkanna í dag og verður þeim fundum framhaldið á morgun.

Þá heyrum við í Donald Trump forseta Bandaríkjanna þar sem hann hótar í ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum að gereyða Norður Kóreu láti stjórnvöld þar ekki af kjarnorkuvopnatilraunum sínum.

Við fáum viðbrögð andstæðinga sólarkísilvers á Grundartanga við því að hætt hefur verið við byggingu verksmiðjunnar og skoðum hratt vaxandi birkiskóg sem brátt gæti orðið stærsti skógur landsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×