Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Umhverfisstofnun hefur fengið yfir fimmtán hundruð kvartanir vegna mengunar frá verksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúafundur verður haldinn í Reykjanesbæ á morgun vegna málsins en fjallað verður um það í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar förum við líka yfir tillögur starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, sem kynntar voru í dag, en samkvæmt þeim verður tekið upp auðlindagjald á nýtingu eldissvæða í sjó.

Í fréttunum spjöllum við líka við hressa krakka á fyrsta skóladegi ársins og skoðum mögulega minnsta menningarsetur sinnar tegundar, sem nú rís í gömlu náttborði í smáíbúðahverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×