Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fólk getur setið uppi með háan símareikning láti það blekkjast af símaóværu sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2. Við ræðum líka við heimilislausa konu en hún fékk mörg tilboð um húsaskjól gegn kynlífi eftir að hún lýsti raunum sínum í viðtali.

Þá fjöllum við um aukna eftirspurn eftir sólarlandaferðum en skortur á sól á suðvesturhorninu hefur ýtt undir eftirspurn eftir slíkum ferðum og er uppselt í flestar stökkferðir.

Í fréttatímanum verður rætt við formann borgarráðs sem telur það vonda hugmynd að hefja millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli. Hann segir að byggja megi upp flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum til að dreifa ferðamönnum betur um landið.

Þá fjöllum við um nýja rannsókn sem bendir til fylgni á milli neyslu sykurlausra gosdrykkja með sætuefnum og þyngdaraukningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×