Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ríkisstjórnin ákvað í dag að verja tólf hundruð milljónum króna til vegamála með sérstakri viðbótarfjárveitingu. Berufjarðarbotn og Hornafjarðarfljót fá hæstu fjárhæðirnar.

Við fjöllum nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 og ræðum við Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Við fjöllum líka áfram um kaup erlendra fjárfesta á tæplega þriðjungshlut í Arion banka en Fjármálaeftirlitið mun rannsaka hæfi nýrra hluthafa bankans um leið og þeir nýta sér kauprétt til að auka við hlut sinn. Þetta segir aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Þá fjöllum við um nýstárlegar hugmyndir sem bárust frá Reykvíkingum inn á síðuna Hverfið mitt. Borgarbúar vilja meðal annars fá parísarhjól við hlið Hallgrímskirkju og styttu af Jóni Páli Sigmarssyni í miðbæinn.

Í fréttatímanum verður einnig umfjöllun um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem stjórnendur bankans eru enn vongóðir um að rísi við hlið Hörpu og niðurstöður nýrrar könnunar sem sýnir afstöðu Íslendinga til athugasemdakerfa fjölmiðla á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×