Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ítarlega verður fjallað um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi HB Granda á Akranesi í fréttum Stöðvar 2 og meðal annars rætt við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra.

Einnig verður fjallað um stöðu psoriasis og exemsjúklinga hér á landi en kostnaður þeirra mun margfaldast á næstu árum þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tekur gildi í maí.

Þá verður fjallað um fyrirhugaða vegalagningu um Teigsskóg og steingert risaeðluspor í Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×