Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Móðirin kemur í veg fyrir að barnið fái að hitta okkur og kerfið bregst barninu mínu hvað eftir annað. Þetta segir Ólafur Hand sem ásamt eiginkonu sinni hefur barist við kerfið í tíu ár vegna umgengni við dóttur sína.

Rætt verður við hann í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö, og stjúpsystur stúlkunnar, sem skilja ekki hvers vegna hún fær ekki að vera hluti af fjölskyldunni. Í fréttunum rifjum við líka upp einn sérkennilegasta atburð byggðasögu Íslands, en nú er hálf öld liðin frá því að allir íbúar Flateyjar á Skjálfanda ákváðu saman að flytja á brott þaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×