Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Stytta þarf málsmeðferðartíma í umgengnismálum og skilgreina tálmun á umgengni foreldris við barn sitt, sem andlegt ofbeldi. Þetta segir sérfræðingur í barnarétti, sem rætt verður við í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Við kynnum okkur líka ástand á húsnæðis- og leigumarkaði, sem formaður Húseigendafélagsins segir minna á stríðsárin, þegar braggahverfin urðu til. Hann hafi ekki séð það svartara á öllum sínum 40 ára ferli. Loks lítum við inn í fiskvinnslustöð sem er að lifna við eftir verkfall sjómanna og forvitnumst um tímamótauppgötvun sem Nasa hyggst kynna á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×