Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tugir barna eru á biðlistum hjá tveimur dagmæðrum í miðbæ Reykjavíkur. Dagforeldrum hefur fækkað mikið og þær segja mikilvægt að borgin bregðist við vandanum. Rætt verður við þær í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá verður rætt við sérfræðing sem segir að engir símar ættu að vera í leik- og grunnskólum. Sífellt fleira bendi til skaðlegra áhrifa skjátækja og að í raun sé verið að gera umfangsmiklar tilraunir á börnum.

Í fréttatímanum kynnum við okkur líka fyrsta fjöldaframleidda bílinn á Íslandi og veltum fyrir okkur hvað varð um sjö málverk Karólínu Lárusdóttur, sem stolið var úr geymslu fjölskyldu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×