Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld verður fjallað um óveðrið sem nú gengur yfir landið en einnig um tillögur starfshóps um breytingar á lögum um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Lagt er til að konur geti farið í fóstureyðingu án þess að fá leyfi frá tveimur fagaðilum og að stúlkur yngri en tuttugu ára fái pilluna ókeypis.

Þá verður rætt við son Karólínu Lárusdóttur en þungu fargi hefur verið létt af fjölskyldu hennar eftir að innbrotsþjófur vísaði lögreglu á þrettán ókláruð ver listakonunnar í gærkvöldi.

Þá verðum við með ítarlega umfjöllun um niðurstöðu endurupptökunefndar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×