Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Harðneskjuleg meðferð og löng einangrun í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum leiða líkur að því að framburður dómfelldu hafi ekki verið metinn rétt. Þetta kemur fram í niðurstöðu endurupptökunefndar og fjallað verður um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður einnig rætt við lögmenn dómfelldu í málinu og settan ríkissaksóknara sem segir það ekki hafa komið á óvart að nefndin hafi hafnað beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á hennar þætti málsins.

Í kvöldfréttum verður einnig rætt við ungan mann sem fékk heilablóðfall fyrir nokkrum árum. Hann segir sárlega vanta betri meðferð og úrræði fyrir fólk með heilaskaði.

Við kynnum okkar síðan nýjar reglugerðir um notkun dróna og margt fleira, þar á meðal svokallaðan burðarboða sem sendir kúabændum SMS nokkrum klukkustundum fyrir burð og stærstu framkvæmd í sögu Færeyja en frændur okkar þar grafa nú ellefu kílómetra löng göng milli Þórshafnar og Klakksvíkur.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×