Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Meira en tvöfalt fleiri vinnuslys urðu á Landspítalanum á síðasta ári en í álverum landsins. Eftirlitsstofnanir hafa gert athugasemdir við starfsemi inni á spítalanum. Flestar eru þær tengdar of miklu álagi starfsfólks. Við fjöllum nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um kjarasamninga sjómanna sem voru undirritaðir í nótt. Fyrstu fiskveiðiskipin munu leggja frá bryggju annað kvöld ef samningarnir verða samþykktir í atkvæðagreiðslu.

Við ræðum við rektor Háskóla Íslands en næstum því þrefalt fleiri konur en karlar útskrifuðust úr Háskólanum í dag. Piltar sækja síður í háskólanám um þessar mundir og rektor telur að ástæðan sé sú að menntun skili sér ekki nægilega vel í launaumslaginu.

Við heimsækjum fangelsið á Hólmsheiði í fréttatímanum en kvenfangar segja fyrstu vikurnar í nýja fangelsinu hafa verið erfiðar. Mörg hundruð manns hafa skráð sig í stuðningshóp fólks sem vill veita föngum aðstoð af ýmsu tagi.

Við fjöllum líka um íbúðamarkaðinn en bæjarstjórinn í Kópavogi segir lífeyrissjóði komna í samkeppni við sjóðfélaga með fjármögnun fasteignafélaga sem hafi sprengt upp íbúðaverð.

Fréttatíminn hefst á slaginu 18:30 og má fylgjast með í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×