Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fjölskylda og vinir tvítugrar stúlku, Birnu Brjánsdóttur, leita nú að henni í borginni en ekkert hefur spurst til hennar frá því á aðfaranótt laugardags. Farsími Birnu sendi síðast frá sér merki í Hafnarfirði en mjög takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um ferðir hennar. Móðir hennar vill hefja allsherjarleit að henni og biðlar til almennings um aðstoð. Rætt verður við móður hennar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem segir að stjórnvöld séu jákvæð gagnvart því að Donald Trump og Vladimír Pútín fundi í Reykjavík. Financial Times hefur eftir tveimur rússneskum embættismönnum að slíkur fundur sé á dagskrá þrátt fyrir að ráðgjafar Trump hafi borið fréttir þess efnis til baka í morgun.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um ólöglegar íbúðir en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur hvorki fé né mannafla til að kortleggja slíkar íbúðir í borginni. Þá fjöllum við um friðarráðstefnuna í París og heilsum upp á ofrystuhrútinn Harry í Grímsnesi sem sker sig úr í fjárhúsinu á bænum því hann vill frekar borða Snickers súkkulaði en hey sem honum er fært á degi hverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×